Skilmálar og skilyrði fyrir áskrift í Hver ertu

1. Almennar upplýsingar

Með því að stofna aðgang að Hver ertu samþykkir fyrirtækið þessi skilmála. Hver ertu er stafrænt vefkerfi sem veitir fyrirtækjum möguleika á að stofna og dreifa vinnustaðaskírteinum í stafrænu formi (t.d. Apple Wallet, Google Wallet og/eða sambærilegar lausnir) og halda utan um skírteini starfsmanna sinna. Hver ertu er rekið af Filmís hönnunarstofu slf, kt: 710817-0300

2. Aðgangur og ábyrgð fyrirtækja

Fyrirtækið ber ábyrgð á skráningu og öllu því efni og upplýsingum sem það setur inn í kerfið.

Fyrirtækið ber ábyrgð á að vernda aðgangsupplýsingar og tryggja að þær séu ekki misnotaðar.

3. Notkun gagna

Kerfið safnar og vinnur með upplýsingar um starfsmenn, svo sem nafn, starfsheiti, kennitölu, netfang, mynd, og skírteinisupplýsingar, í þeim tilgangi að búa til, miðla og halda utanum stafræn vinnustaðaskírteini.

Öll gögn eru geymd í samræmi við gildandi lög um persónuvernd (GDPR).

4. Sending tölvupósta

Skírteini og tengdar upplýsingar eru sendar til starfsmanna í gegnum netfang sem fyrirtækið tilgreinir.

Fyrirtækið ber ábyrgð á að tryggja að rétt netföng starfsmanna séu tilgreind svo að stafræn vinnustaðaskírteini berist aðeins til viðkomandi starfsmanna.

Fyrirtæki ábyrgist einnig að dreifing á stafrænum vinnustaðaskírteinum með því að senda eitt eða fleiri skírteini með tölvupósti til samstarfsaðila sé í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og að rétt netfang viðtakanda sé tilgreint.

5. Gjaldtaka og áskrift

Notkun á kerfinu er gegn áskriftargjaldi sem kemur fram við nýskráningu.

Filmís heldur utan um áskrift, skráningardag og innheimtir áskriftargjald samkvæmt tegund áskriftar sem valin er við nýskráningu.

Fyrirtækið samþykkir að greiða áskrift samkvæmt þessum skilmálum.

Áskrift hefst við dagsetning nýskráningar og mun reikningur vera sendur samkvæmt því.

Filmís áskilur sér þann rétt að loka aðgangi hjá fyrirtæki sem ekki hefur greitt reikninga vegna áskriftar seinustu 2 mánuði og þeir komnir fram yfir eindaga.

6. Takmörkun ábyrgðar

Filmís ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna rangrar eða óheimillar notkunar á kerfinu.

7. Breytingar á skilmálum

Skilmálar geta tekið breytingum. Fyrirtæki verða upplýst um slíkar breytingar með eðlilegum fyrirvara.

Með áframhaldandi notkun kerfisins eftir breytingar, samþykkir fyrirtækið nýju skilmálana.

Logo

Stafræn vinnustaðaskírteini